Úrslit íþróttahátíðarinnar

22.10.2016

  • IMG_3186

Íþróttahátíðin sem fram fór í gær lauk með sigri Græna hópsins.

Íþróttahátíðin sem fram fór í gær lauk með sigri Græna hópsins

Keppnin fer þannig fram að nemendur skrá sig á þær greinar sem þeir vilja taka þátt í og eftir það er þeim skipt í fjóra litahópa (gulur, rauður, grænn og blár) af íþróttakennara GB svo keppa þau saman sem lið.

Þetta fyrirkomulag var tekið upp í fyrra og reyndist vel og því var ákveðið að hafa sama fyrirkomulag í ár. Með þessu ná nemendur að kynnast innbyrðis og reyna um leið á samstarfshæfni sína. 

Undirbúningur hátíðarinnar var í höndum 8. og 9. bekkjar og stóðu þau sig með einstakri prýði. 

Til hamingju GRÆNIR og allir aðrir með vel heppnaða hátíð!