Útiskóli
Vel heppnaðir útiskóla dagar
Í síðustu vikur voru útidagar. Dagskrá daganna var fjölbreytt og skemmtileg, það skemmdi ekki fyrir hvernig veðrið lék við nemendur og starfsmenn skólans.
Farið var í lengri og styttri göngur, meðal annars í Óshóla og Surtarbrandsnámu, fjöruferðir, ýmsa leiki, berjaferð og í Bernódusarlund.
Dagar sem þessir eru mikilvægir fyrir skólastarfið í heild þar sem áhugi, þekking og meðvitund nemenda á nærumhverfi sínu er aukin.
Á föstudag lauk skipulögðum útidögum á grillveislu þar sem nemendur á unglinga stigi sáu um að grilla pylsur fyrir samnemendur sína í skólanum og starfsfólk.
unglingastig fór í Ósvör og hitti þar Jóhann Hannibalsson