Útiskóli

28.8.2025

  • Bungur

Hópefli og gleði í upphafi skólaárs

Á föstudag hófust útidagar skólans sem stóðu yfir til þriðjudagsins 26. ágúst. Dagskrá daganna var fjölbreytt og skemmtileg. Farið var í lengri og styttri göngur til að mynda fór unglingastigið upp á Bungur í Tungudal, miðstig fór í söguferð um bæinn og yngsta stig fór í fjöruferðir. Einnig var farið í ýmsa leiki, leyst þrautir og farið í berjaferð. Fyrstu daga skólaársins eru hugsaðir sem hópeflisdagar fyrir nemendur,  hrissta þá saman með útivist, áskorunum og almennri gleði. 

Dagar sem þessir eru mikilvægir fyrir skólastarfið í heild þar sem, meðal annars, áhugi, þekking og meðvitund nemenda á nærumhverfi sínu er aukin.