Útiskóli - Unglingastig
Unglingastig hafði í nógu að snúast í útiskóla þessa vikuna. Unnin voru ýmis verkefni í bekkjum sem og stöðvum. Á þriðjudag tók 10. bekkur að sér að grilla pylsur fyrir nemendur og starfsfólk skólans, þeim fórst það vel úr hendi. Í dag, föstudag, var farið í gönguferð upp að Sjónarhólsvatni í Syðridal. Í ferðinni gátu nemendur leikið sér í snjó og díft tánum í vatnið. Hluti hópsins lét ekki staðar numið við Sjónarhólsvatn heldur héldu áleiðis yfir Ekknaskarð niður í Tungudal.