Útskrift 10. bekkjar
Útskrift 10. bekkjar fór fram föstudaginn 2. júní
Föstudaginn 2. júní voru nemendur 10.bekkjar útskrifaðir frá Grunnskóla Bolungarvíkur við hátíðlega athöfn. Nemendur tóku við útskriftarskírteini með stolti.
Útskriftarnemar fluttu tónlistaratriði en þeir sungu og spiluðu lagið "Imagine"
Foreldrar nemenda 10. bekkjar sáu um veitingar við útskriftina
Halldóra Dagný, skólastjóri, og Hildur Ágústsdóttir, umsjónarkennari 10. bekkjar, fluttu ræður ásamt því að Gunnar Egill Gunnarsson fór yfir árin 10 í Grunnskóla Bolungarvíkur. Nemendur 10. bekkjar færðu skólanum og umsjónarkennara sínum blóm að gjöf.
Bjarta framtíð!