Valgreinar á unglingastigi
Fjölbreytt framboð valgreina
Á unglingastigi fá nemendur að velja á milli fjölbreyttra námsgreina í vali. Valgreinar eru hluti af skyldunámi nemenda í 8.-10. bekk grunnskóla. Nemendur velja sjálfir námsgreinar sem svara 6 klukkustundum á viku þ.e. 4 valgreinar. Með valgreinum er meðal annars stefnt að því að laga nám nemenda að áhuga þeirra og þörfum. Nemendum gefst einnig kostur á að skrá reglubundna þátttöku í félagslífi, tónlistarnámi, íþróttum eða skipulögðu sjálfboðaliðastarfi sem valgrein, að hámarki 120 mín á viku.
Stundum vandast valið og var því ákveðið að kynna allar valgreinar fyrir nemendum. Þær valgreinar sem í boði nú í haust eru meðal annars Liðleiki og styrkur sem Aron Ívar Benediktsson, osteópati sér um , Landafræði hjá Vésteini Rúnarssyni og Badminton hjá Guðbjörgu Ebbu. Valgreinar sem hafa verið fastur liður hjá okkur um nokkurt skeið þ.e. almenn hreyfing og skólahreysti ásamt skólagörðum halda áfram. Við erum ánægð með það samstarf sem við höfum við fyrirtæki og stofnanir í nærsamfélaginu og gleðjumst yfir áframhaldandi samvinnu við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands.
Á myndinn hér fyrir neðan kynnir Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir þá fjölbreyttu vinnu sem nemendur taka þátt í á Rannsóknarsetri Háskóla Íslands sem staðsett er í Bolungarvík.