Vegna óveðursins
Vegna þess hve veðurspáin er slæm þegar skólinn á að opna í fyrramálið er gott að hafa vinnureglu skólans í huga.
Vegna þess hve veðurspáin er slæm þegar skólinn á að opna í fyrramálið er gott að hafa eftirfarandi vinnureglu skólans í huga:
Óveður
Ef veður er vont og forstöðumenn skóla telja að ekki sé hægt að halda úti óskertri starfsemi verður það tilkynnt með tölvupósti, tilkynningu á heimasíðu, facebook síðu foreldrafélagsins og til fjölmiðla um einni klukkustund fyrir auglýstan opnunartíma skólans, eða með eins miklum fyrirvara og hægt er. Svo framarlega sem hægt er mætir starfsfólk í skólann þannig að þar á einhver að vera til taks.
Telji forráðamaður nemanda veður eða veðurútlit varhugavert þótt engin tilkynning hafi borist frá skóla varðandi skólahald, ber honum að meta hvort óhætt sé að senda nemandann í skólann. Slík tilvik ber að tilkynna í skólann annað hvort með símtali eða senda tölvupóst.
Skelli á vont veður meðan börnin eru í skólanum, hringir ritari heim og eru foreldrar beðnir um að sjá til þess að þau verði sótt eins fljótt og auðið er.