Vel gekk í Skólahreysti

9.5.2023

  • 342526494_904161214219609_1084729436901147863_n

Lið Grunnskóla Bolungarvíkur lenti í 2. sæti 7. riðils Skólahreysti

4. maí keppti Grunnskóli Bolungarvíkur í Skólahreysti.

Fulltrúar skólans í keppninni voru þau Sigrún Halla Olgeirsdóttir semkeppti í armbeygjum og hreystigreip, Matthías Breki Birgisson sem keppti í upphýfingum og dýfum ásamt þeim Gunnari Agli Gunnarssyni og Dýrleifu Hönnu Guðbjartsdóttur sem kepptu í hraðaþrautinni. Þau Rakel Eva Ingólfsdóttir og Ólafur Hafsteinn Sigurðsson voru varamenn.

Lið skólans var í 7. riðli keppninnar og endaði í 2. sæti riðilsins með 38 stig. Frábær árangur, við erum ótrúlega stolt af nemendum okkar.

Flestir nemendur unglingastigsins fylgdu keppendum skólans í Laugardalshöll og hvöttu þá áfram.

Þau Gunnar Egill og Dýrleif Hanna í hraðabrautinni

IMG_20230504_173234_1IMG_20230504_173022_1