Vel gekk í Skólahreysti
Lið Grunnskóla Bolungarvíkur lenti í 2. sæti 7. riðils Skólahreysti
4. maí keppti Grunnskóli Bolungarvíkur í Skólahreysti.
Fulltrúar skólans í keppninni voru þau Sigrún Halla Olgeirsdóttir semkeppti í armbeygjum og hreystigreip, Matthías Breki Birgisson sem keppti í upphýfingum og dýfum ásamt þeim Gunnari Agli Gunnarssyni og Dýrleifu Hönnu Guðbjartsdóttur sem kepptu í hraðaþrautinni. Þau Rakel Eva Ingólfsdóttir og Ólafur Hafsteinn Sigurðsson voru varamenn.
Lið skólans var í 7. riðli keppninnar og endaði í 2. sæti riðilsins með 38 stig. Frábær árangur, við erum ótrúlega stolt af nemendum okkar.
Flestir nemendur unglingastigsins fylgdu keppendum skólans í Laugardalshöll og hvöttu þá áfram.
Þau Gunnar Egill og Dýrleif Hanna í hraðabrautinni