Venjulegur skóladagur

28.9.2020

Sæl foreldrar og forráðamenn

Samkvæmt skóladagatali á mánudagurinn 5. október að vera viðtalsdagur. Í ljósi aðstæðna er skólastjórnendum ráðlagt að koma í veg fyrir allar heimsóknir í skólann tímabundið. Við verðum því með venjulegan skóladag í stað viðtala þennan mánudag.

Nemendur skólans hafa unnið markvisst að undirbúning þessa dags þar sem að viðtölin áttu í fyrsta sinn að vera nemendastýrð. Okkur þætti miður að nemendur fái ekki að njóta sín og sýna afrakstur vinnu sinnar. Við tökum stöðuna aftur næsta mánudag og sendum upplýsingar um framhaldið. Ef engar breytingar verða reynum við að finna leiðir í gegnum tæknina til að koma viðtölunum til skila.

Góðar kveðjur, gerum orð Víðis að okkar, við þurfum öll að hafa varann á okkur áfram og huga að einstaklingsbundnum sóttvörnum.

Halldóra Dagný og Steinunn