Verkfærakistur gegn hatri

28.3.2025

  • 20250326_110312

Árlegt verkefni sem unnið er í samfélagsfræði í 9. bekk

Verkfærakistan sem nemendur í 9. bekk gerðu í samfélagsfræði snýst um að vinna gegn hatri. Verkefnið er unnið í sköpunarlotu.

Í vinnu sinni velja þeir að svara fimm af eftirfarandi spurningum:

· Hvað get ég verið með í verkfærakistunni sem mun aðstoða mig við að brjóta niður staðalímyndir í mínum skóla eða samfélagi?

· Hvað get ég verið með í verkfærakistunni sem hjálpar mér að byggja tengsl við fólk sem er ólíkt mér?

· Hvað er ég með í verkfærakistunni sem hvetur mig til að gera lítil góðverk á hverjum degi?

· Hvað get ég verið með í verkfærakistunni sem hjálpar mér til þess að breyta þessum litlu góðverkum í eitthvað stærra og áhrifameira?

· Hvað verð ég með í verkfærakistunni sem aðstoðar mig við að velja góðvild fram yfir grimmd, sérstaklega á erfiðum stundum?

· Hvað þarf ég að hafa í verkfærakistunni til að halda mér gangandi þegar verkið verður erfitt?

· Hvað verð ég með í verkfærakistunni til að minna mig á mikilvægi þess sem ég er að gera?

Nemendur koma með eigin hugmyndir af áþreifanlegum hlutum / verkfærum sem munu hjálpa þeim í sinni eigin baráttu gegn hatri og eiga þeir að sýna fram á vinnusemi og innsýn í þeirra náms. Hlutir sem sjá mátti í verkfærakistum nemendanna voru t.d. goggur með heimsmarkmiðum, spilastokk, myndir af fjölskyldu og vinum, ljóðabók, góðverkakrukku, köku og örbylgjuofn. Verkefnið er unnið í kjölfar kennslu um helförina og tengist þemum frá bíómyndinni Schindler´s List. 

20250326_112252

20250326_111928

20250326_110845