Verum ástfangin af lífinu
Þorgrímur Þráinsson í heimsókn á mið- og unglingastigi
Þorgrímur Þráinsson heimsótti nemendur í 9. og 10. bekk var með fyrirlesturinn; Verum ástfangin af lífinu. Fyrirlesturinn er til hvatningar við unglingana okkar að taka ábyrgð á sjálfum sér, sýna samkennd og þrautseigju, koma fallega fram, gera góðverk, sinna litlu hlutunum daglega og setja sér markmið.
Þorgrímur hitti einnig nemendur á miðstigi, 5.-7. bekk, þar sem hann hélt hvatningarfyrirlestur fyrir lestri undir yfirskriftinni Tendrum ljós fyrir lestri. Þorgrímur las fyrir nemendurna ásamt því að skilja eftir plaköt. Heimsóknin mun vonandi tendra ljós fyrir lestri.