Við hlupum á Kirkjubæjarklaustur
Fyrir eigin orku í skólann 15.-19. september
Ólympíuhlaup ÍSÍ, skólahlaupið, fór svo sannarlega vel fram og stóðu allir nemendur og starfsfólk sig frábærlega! Saman hlupum við 696,41 kílómetra. Sú vegalengd samsvarar því að við hefðum hlaupið á Kirkjubæjarklaustur og rúmlega það, geri aðrir betur. Hver nemandi hljóp að meðaltali 5,6 km.
Hér að neðan má sjá hvað hver bekkjardeild hljóp og starfsmenn.
Í næstu viku, 15.-19. september ætlum við að fara fyrir eigin orku í skólann. Þá förum við í og úr skóla fótgangandi eða á hjóli. Við geymum rafmagnshlaupahjól heima og sleppum því að fá bílfar í skólann. Venjan er að sá bekkur sem fær flest stig fær viðurkenningu í vikulok og það er aldrei að vita nema eitthvað góðgæti leynist í mötuneytinu. Við búum yfir svo mikilli orku, líkt og náttúran!

