Viðburðir í desember

30.11.2023

  • Des2023

Í viðburðadagatal desembermánaðar eru sérstakir viðburðir stiganna auðkenndir með mismunandi litum.

Nú er desember rétt handan við hornið. Á fullveldisdaginn, 1. desember, er betrifatadagur og hvetjum við starfsfólk og nemendur að koma í fínni fötum en vanalega (samt ekki jólafötin) í skólann. 1. desember verður einnig bekkjarmyndatökur, þeir bekkir sem fara í myndartöku eru 5 ára deildin, 1. bekkur, 4. bekkur, 7. bekkur og 10. bekkur.

Í viðhengi í þessum pósti er viðburðadagatal desembermánaðar þar sem sérstakir viðburðir stiganna eru auðkenndir með mismunandi litum.