Vordagar
Nú standa yfir vordagar skólans og er því skert skólahald
Vordagar skiptast í þrennt; í dag hafa hver bekkur verið fyrir sig, á morgun verða stigin saman þar sem yngstastig fer í göngutúr, miðstig fer í Raggagarð í Súðavík og unglingastig mun vera í fjölbreyttri stöðvavinnu. Á föstudag verða Bolóleikarnir haldnir þar sem nemendur, þvert á skólann, leysa hinar ýmsu þrautir og taka þátt í leikjum. Foreldrafélagið mun bjóða öllum nemendum og starfsmönnum skólans upp á grillaðar pyslur í hádeginu. Nemendur 1.-9. bekkjar munu eiga góða stund með umsjónarkennara í sinni heimastofu þar sem þeir fá vitnisburðarskírteini sín. Nemendur og starfsfólk skólans munu svo hittast á sal þar sem úrslit Boló leikanna verða kynnt og 10. bekkur sýnir kennaragrínið áður en haldið verður í sumarfrí. Áætluð skólalok eru um kl. 13:40-14:00. Hátíðleg útskriftarstund fyrir 10. bekk verður haldin síðar um daginn.
Þessir dagar eru skertir og er skóladegi því lokið klukkan 12:00. Heilsuskóli/dægradvöl er frá kl. 12:00 til 16:00 þessa daga nema föstudag en þá fara allir nemendur skólans heim eftir samveru á sal sem getið var áðan.