Vordagar og skólaslit
Skólaslit Grunnskóla Bolungarvíkur verða í öðru formi en þau hafa verið áður. 1. til 9. bekkur fær vitnisburðarblöðin sín afhent í lok vordaga og kveðja frá stjórnendum og starfsmönnum skólans birtist á heimasíðu skólans. Sér útskrift verður fyrir 10. bekk.
Það styttist í lok skólaársins, kennt verður samkvæmt stundatöflu mánudag og þriðjudag, en vordagar hefjast á miðvikudaginn. Á vordögum vinnum við mismunandi verkefni, ýmist í bekkjum, á stigum eða þvert yfir skólann. Vordagar eru skertir skóladagar, allir eru í skólanum frá 8-12, þá er matur. Öllum er boðið í mat þessa daga, og svo fara nemendur heim. Dægradvöl er ekki opin.
Nánari upplýsingar um vordaga koma frá umsjónarkennurum.
Kv. Halldóra Dagný og Steinunn