Vordagar og skólaslit

28.5.2021

Það líður að lokum þessa skólaárs. Í dag er síðasti hefðbundni skóladagurinn. Í næstu viku hefjast Vordagar, þeir verða mánudag, þriðjudag og miðvikudag, á Vordögum er mikið um útivist. Boðið verður upp á minigolf, slökkviliðið kemur í heimsókn og setur upp froðurennibraut og síðast en ekki síst verða Boló-leikarnir. Vordagar eru skertir skóladagar, viðvera nemenda er frá 8-12, þá er hádegismatur. Öllum er boðið í mat þessa daga.

Dægradvölin er ekki starfrækt á Vordögum.

Nánari upplýsingar um vordaga koma frá umsjónarkennurum.

Miðvikudaginn 2. júní eru skólaslitin, þau verða með svipuð hætti og á síðasta ári. Nemendur í 1. – 9. bekk hitta umsjónarkennarana sína eftir hádegismat þennan dag og fá afhent vitnisburðarblöðin sín. Útskrift 10. bekkinga fer fram síðdegis á sal skólans.

Kveðja Halldóra Dagný og Steinunn