Yngsta stig - vordagar

23.5.2017

  • Vor-yngstastig
  • Vor-yngstastig1

Það hefur verið líf og fjör hjá krökkunum á yngsta stigi.

Það hefur verið líf og fjör hjá krökkunum á yngsta stigi.

Í gær fór hópurinn í rútuferð í Súðavík þar sem farið var í fjöruferð. Þar leyndist margt skrítið og skemmtilegt. Síðan var haldið í Raggagarð, þar var hægt að hlaupa um og leika sér. Eftir það var haldið á tjaldstæðið og þar fengu allir grillaðar pylsur.

Í dag var hjóla- og gönguferð. Flest allir fóru hjólandi inn í Syðridal. Eftir góða nestispásu var haldið upp í Surtabrandsnámu. Að því loknu var hjólað til baka í skólann. Þetta var löng og ströng ferð og stóðu allir sig rosalega vel. Hluti hópsins fór í gönguferð inn í Ósvör og svo í fjöruna. Veðrið hefur svo sannarlega leikið við hópinn síðustu tvo daga.