Bóndadagur
Fyrsti dagur Þorra er nefndur bóndadagur en sá síðasti þorraþræll.
Þorri hefst alltaf á föstudegi í 13. viku vetrar. Nú á bilinu 19. til 25. janúar en 9. til 15. janúar ígamla stíl fyrir 1700. Hann er fjórði mánuður vetrar í gamla norræna tímatalinu og upphaflega mun upphaf hans hafa miðast við fyrsta nýtt tungl eftir vetrarsólhvörf. Ef árið á undan er rímspillisár (t.d. 2023) þá ber fyrsta dag þorra upp á 26. janúar.