Dagur íslenskrar náttúru

  • 16.9.2025

Dagurinn er haldinn hátíðlegur 16. september ár hvert

Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur 16. september ár hvert og eru einstaklingar, skólar, stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök hvött til að hafa daginn í huga í starfsemi sinni. 

Í ár munum við í Grunnskóla Bolungarvíkur hafa bíllausa viku þar sem sem við komum í skólann fyrir eigin orku. 6. og 7. bekkur skólans munu einnig taka þátt í mjög spennandi samstarfsverkefni Bolungarvíkurhafnar og Háskólaseturs Vestfjarða.