Fyrir eigin orku í skólann
15.-19. september
Við hvetjum nemendur okkar og starfsfólk að koma fyrir eigin afli í skólann, þ.e. gangandi eða hjólandi. Við gerum þetta auðvitað að smá keppni en haldið verður utan um hverjir taka þátt en 1 stig fæst fyrir að koma fyrir eigin afli í skólann og 1 stig að fara heim fyrir eigin afli. Viðurkenning er fyrir þann bekk sem hlýtur flest stig eftir vikuna.
Virkjum eigin orku og afl!