Íþróttahátíð
Íþróttahátíð unglingastigs. Nemendur af Vestfjörðum taka þátt í hátíðinni.
Frá árinu 2015 hefur keppnin farið þannig fram að nemendur allra skóla skrá sig á þær greinar sem þeir vilja taka þátt í og eftir það er þeim skipt í fjóra litahópa (gulur, rauður, grænn og blár) af íþróttakennara GB svo keppa þau saman sem lið. Með þessu ná nemendur að kynnast innbyrðis og reyna um leið á samstarfshæfni sína.