Nemendastýrð viðtöl / opinn skóli

  • 16.10.2025

Nemendastýrð foreldraviðtöl eru einu sinni á skólaári í opnum skóla. Foreldrar/forráðamenn mæta með sínu barni til skóla þar sem nemendur stýra viðtalinu og því efni sem farið er yfir hverju sinni. Þetta er ekki hefðbundinn skóladagur!

Ef foreldrar vilja ræða ákveðin mál er þeim bent á að tala við umsjónarkennara og finna annan fundartíma.

Dægradvöl er lokuð þennan dag.