Skólasetning

  • 22.8.2023

Skólasetning Grunnskóla Bolungarvíkur fer fram á sal skólans þriðjudaginn 22. ágúst kl. 09:00. Eftir skólasetningu hefst skólinn og fara nemendur í sínar stofur.

Hafragrautur verður ekki í boði en súpa verður fyrir alla klukkan 12:30 þegar skóladegi lýkur.

Dægradvöl verður lokuð en opnar 23. ágúst.

Hægt er að skrá nemendur í dægradvöl og mat á heimasíðu skólans.

Foreldrar eru velkomnir á skólasetningu.