Forvarnir
Í forvarnarstefnu Grunnskóla Bolungarvíkur má m.a. finna áætlun í fíknivörnum, gegn einelti og öðru ofbeldi, áætlun í öryggismálum og slysavörnum. Fram kemur hvernig skólasamfélagið hyggst bregðast við ef mál koma upp. Kynna skal forvarnaráætlun skólans öllum aðilum skólasamfélagsins, starfsfólki skóla, foreldrum og nemendum og birta í skólanámskrá. (Aðalnámskrá grunnskóla 2011).
Leiðir
- Efla félagsfærni, tilfinninga- og siðgæðisþroska nemenda t.d. í gegnum kennslu, lífsleiknitíma og þátttöku í bekkjarfundum.
- Stuðla að jákvæðri sjálfsmynd og heilbrigðum lífsstíl nemenda svo þeir verði betur færir um að taka sjálfstæðar ákvarðanir án þess að láta undan félagslegum þrýstingi.
- Hafa samvinnu við heimilin um forvarnir.
- Fá gestafyrirlesara í skólann til að ræða við nemendur í tenglum við ýmiss konar forvarnastarf.
- Skólahjúkrunarfræðingur sinnir m.a. forvarnarstarfi.
- Að líta á forvarnir sem hluta af margþættu uppeldisstarfi skólans frekar en einangraðan þátt í skólastarfinu.
Forvarnaráætlun Grunnskóla Bolungarvíkur
Áætlun um áfengis og fíknivarnir