Þroskaþjálfi
Í Grunnskóla Bolungarvíkur starfar Stella Guðrún Jóhannsdóttir sem þroskaþjálfi. Viðveru tími hennar í skólanum er alla virka daga frá kl. 08:00-16:00. Stella Guðrún er í fæðingarorlofi.
Þroskaþjálfar starfa með nemendum með sérþarfir með það að leiðarljósi að hver manneskja er einstök, allir eiga rétt til fullrar þátttöku á eigin forsendum í samfélaginu. Þroskaþjálfi starfar náið með deildarstjóra stoðþjónustu og kennurum í gerð áætlana er lúta að þörfum skjólstæðinga sinna sem miða að því að auka hæfni þeirra til að takast á við athafnir daglegs lífs.
Þroskaþjálfi skólans:
· Gerir einstaklingsáætlanir
· Situr teymisfundi
· Eflir félagsfærni
· Aðlagar námsumhverfi
· Veitir foreldrum og kennurum ráðgjöf
Starfskenning þroskaþjálfa endurspeglar það sem þroskaþjálfar standa fyrir og hver grunnur og hugmyndafræði þroskaþjálfunar er. Sjá hér : Starfskenning Þroskaþjálfa | Þroskaþjálfafélag Íslands (throska.is)
Þar segir meðal annars að hugmyndafræði þroskaþjálfunar er grundvölluð í lögum, reglugerð og siðareglum þroskaþjálfa. Hún byggir m.a. á jafnrétti, virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti og mannhelgi. Sjá hér : Siðareglur | Þroskaþjálfafélag Íslands (throska.is)
Júní 2023